Vitki

Á vef Confluence er að finna lista yfir fyrirtæki og stofnanir þar sem kerfið er notað. Meðal vel þekktra fyrirtækja á þeim lista eru:

Adobe, Borland, Cisco, Logitech Microsoft, Siemens, Sun Microsystems, Verisign, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank, E*Trade Financial, HSBC, Merrill Lynch, Western Union, BMW, DaimlerChrysler, Motorola, Nike, Renault, Shell, Sony. Toshiba, Volvo, BBC, British Telecom, Disney. Nokia Pixar Animation Studios, Telenor Networks


Vitki - Þekkingarmiðlun með wiki kerfi

Wiki uppbygging á vel við þegar gögn á innri vefnum eru í stöðugri þróun og áhersla er á miðlun upplýsinga og þekkingar milli starfsmanna, frekar en einátta miðlun. Í wiki sjá notendur í sameiningu um að skrá og skapa þekkingu með þeim hætti sem við á hverju sinni.

Áhugi á wiki kerfum fer vaxandi meðal fyrirtækja í þekkingariðnaði og annars staðar þar sem áhersla er lögð á sjálfstæði og sköpunargáfu starfsmanna. Lausnasafn Vitka er byggt á wiki kerfinu Confluence og er selt og þjónustað af Hugsmiðjunni. Confluence er svokallað "enterprise wiki" sem notað er í rúmlega 2500 fyrirtækjum og stofnunum um allan heim.

Meðal helstu styrkleika Vitka:

  • Öflug og sveigjanleg aðgangsstýring
  • Einfalt notendaviðmót
  • Ítarleg breytingasaga fyrir allar síður
  • Hægt að setja athugasemdir við síður
  • Miðlæg skjalageymsla með breytingasögu og öflugri leit
  • Efnisorðaskráning til að tengja skyldar síður
  • Hægt að breyta stökum síðum eða vefhlutum í PDF skjöl
  • RSS stuðningur
  • Sveigjanleg uppbygging eftir þörfum
  • Einkasvæði notenda með bloggmöguleikum

Auðvelt er að skrifa texta, annað hvort í ritli sem minnir á hefðbundið ritvinnsluviðmót eða með einföldum wiki rithætti. Margir notendur geta unnið í texta sömu síðu eða bætt við athugasemdum líkt og þekkist af bloggsíðum. Kerfið heldur utan um alla breytingasögu og hægt er að sjá nákvæmlega hver breytti hverju og hvenær.

Dæmi um notkunarmöguleika:

  • Kjarnakerfi fyrir innri vef eða sem viðbótarvirkni
  • Verkefnavefur með aðgangi fyrir ytri samstarfsaðila
  • Undirbúningur funda; mótun dagskrár, fundargerðir og gögn
  • Utanumhald um einstök verkefni; skjölun og skoðanaskipti